Gerandinn enn sekur

Það virðist algengt að dýr glatist en vonadi komast flest til bjargar. Í janúar s.l. fann ég svartan kettling, ca 3ja - 4ra mánaða gamlan. Hann kom til okkar í Álverið á Reyðarfirði, hann rambaði beint inn um aðalinnganginn og heilsaði upp á okkur á síðasta dag jóla. Þarna var þá kominn jólakötturinn.

Það var tekið vel á móti þessum óvænta gesti og honum færðar veigar. Léttmjólk. Hann virtist gæfur og forvitinn og vildi komast inn á álverslóð en var meinaður aðgangur enda ekki með þar skild leyfi.

Við furðuðum okkur á því hvernig hann hefði komist til okkar frá byggð en Eskifjörður og Reyðarfjörður eru í um 5km frá álverinu. Ekki drakk hann mikið af mjólkinni og svo ilmaði hann af sjampói eða heimilislikt. Svona ungur köttur gat ekki farið svona langt í þessum kulda og ef hann hefði getað það þá hefði hann klárað heilan líter af mjólk og ástandið á honum sennilega sennilega verið slæmt en hann var vel á sig kominn. Við gerðum okkur grein fyrir því að kettlingurinn hefði komið hingað á bíl þó hann væri ekki með bíllykil á sér en sennilega hefur einhver ekið honum hingað og e.t.v. hleypt honum út eða þá að einhver hafi verið á leiðinni í vinnuna og hann sloppið inn í bílinn og svo út úr honum við álverið en mér finnst það langsótt.

Auglýst var eftir eiganda kattarins í álverinu og annarsstaðar og á meðan var kettinum komið í fóstur hjá Toffy(sem bloggar hér á mbl) en ekki kom eigandinn í leitirnar og því tók ég hann í fóstur og er hann hér enn.

Dýralæknirinn á Egilsstöðum segir hann hafa fæðst í ágúst s.l. þannig að hann er orðinn tíu mánaða. Ég hef gefið honum nafnið Róbert sem mér finnst svo bangsalegt nafn en margir muna eftir Róberti bangsa og svo bangsanum sem fannst á Paddington járnbrautastöðinni og svo kemur þessi bangsalegi kettlingur Í aðalbyggingu Farðaáls Því fannst mér ágætt að kalla hann Róbert.

Ég var dauðhræddur um að ég væri að taka að mér eitthvað óargardýr. Sum dýr eru bara alls ekki andlega heilbrigð en það kom á daginn að Róbert er heilbrigður. Ég ákvað strax að veita honum eins mikla alúð og ég gat. Ég ataðist aldrei í honum og veitti honum eins mikla athygli og ég gat og dýralæknirinn dáðist að sjálfsöryggi hans þegar hann kom inn til fyrstu skoðunar.Rúnturinn

Róbert hefur það gott. Hann á flest það sem góður köttur á að eiga. Klórutré og greiður, fyrirmyndar salerni og úrval af kattarmat og dobíu af leikföngum og gestir færa honum gjafir við heimsóknir, allt frá reyktum eðal túnfisk til sogröra. Honum finnst gaman að fara í bíltúr og leikur sér úti þegar vel viðrar. Hann hefur stækkað og hefur náð þyngd á við bjarndýr, eða svona hér um bil. Hann er búinn að fara í örmerkingu og hefur fengið klippingu að neðan og orðin löglegur köttur í bænum.

Það eru ekki öll dýr sem lenda í raunum þegar þeirra er ekki vel vænst á heimilum, sem betur fer en þarna hefði getað farið verr. Hann hefði getað orðið úti, soltið og frosið til bana, en Guðirnir virðast vaka yfir þessum dýrum eins og Lúkasi, Unni og Róberti. Sjálfsagt eru til fleiri sögur sem enda vel en auðvitað aðrar sem enda jafn sorglega.

Köttur settist undir stýri og ók út í mýri.


mbl.is Eigandinn saklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ekki veitir af að hafa líf á heimilinu og vona að róbert sé grimmur við austfirskar mýs.

arnar valgeirsson, 6.7.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Hilmir Arnarson

Víst er líf á Hrauni.
Af flugudrápum hreyki hástert.
En músum lífið launi
svo fremur ég heiti Róbert.

Kveðja, Róbert.

Hilmir Arnarson, 17.7.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband