Hilmir skrifaði á blogg sitt

Hilmir skrifaði á bloggið sitt rétt áðan í von um að einhver læsi það og legði svo orð í belg en hann hefur verið hvattur eindregið af vinum og vinnufélögum um að tjá sig um lífið og tilveruna þar sem fjölmargir sem hann þekkja og þekkja ekki lesa stundum bloggið hans.  Undanfarna mánuði hefur Hilmir lofað að henda inn pistli en ekki staðið við það loforð þar til nú.


mbl.is Ásdís Rán skrifaði á blogg sitt í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

það er gott að þið ásdís séuð ennþá lifandi og spræk. en ef þetta er að tjá sig um lífið og tilveruna þá er það eitthvað dapurt um þessar mundir. settu nú inn eitthvað krassandi því eitthvað hlýtur að hafa gerst síðan þarna í lok júní eða hvenær sem síðasta færsla var.

nema þú hafir bara verið svona svaðalega bissí....

arnar valgeirsson, 27.9.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Högni Hilmisson

Já þetta er mjög gott blogg um blogg og þegar blogg er ekki til staðar þá er eins og það sé blokk. Eina er að maður getur búið í blokk og bloggað en erfiðara að búa í bloggi og blokka, allt svo meira vandamál. En allt má slíta úr samhengi en mis illa getur þó farið. Til dæmis Hil  Myr. þá er komin hilur og myrja og það gæti þítt þunnur regnúði í djúpum hil.  þú blokkar mig ekki, er það ?

Högni Hilmisson, 27.9.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Hilmir Arnarson

Já það hefur nú eitthvað gerst síðustu 3 mánuði og það mun koma innan tíðar.  Ég dett stundum níur í blogginu, nenni ekki og allt það, ætli það sé ekki bara sumarið sem fer svona í mig.  Það er kominn tími til að taka lýsi.

Maður blokkar ekki blogg nema það sé bar plokk.

Hilmir Arnarson, 28.9.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll Hilmir ert þú kannski frændi minn,ég er ættaður frá Pétursborg í vem?

Guðjón H Finnbogason, 5.10.2008 kl. 23:00

5 Smámynd: Hilmir Arnarson

Sæll Guðjón og fyrirgefðu hvað ég er latur að svara.

Ég held það sé góður möguleiki að tengsl séu á milli okkar.  Mig minnir að amma Alda sé sítalandi um fólkið Pétursborg og þar sem Högni Þór Hilmisson er á þínum bloggvinlista þá erum við ábyggilega skildir.

Hilmir Arnarson, 15.10.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband