Færsluflokkur: Spaugilegt
18.4.2008 | 16:59
LÍFSINS GILDI
Það var farið snemma á fætur í morgun, sennilega var klukkan um sex og tilvalið að byrja daginn á sturtubaði og tánaglasnyrtingu.
Aldrei slíkt hafði ég lagt á ráðin varðandi daginn. Ég ætlaði að laga ýmsa hluti í bílnum, til að mynda framljósið og bílstjórarúðuna en hún er eitthvað laus.
Ég ók sambýlingnum mínum honum Halla í álverið og heilsaði upp á liðið. Svo tók ég lykilinn að Securitas aðstöðunni á Reyðarfirði og skellti mér á staðinn. Þegar þangað var komið tók Bjössi tæknó á móti mér og var spjallað um bíla og ýmislegt og hann bauðst til að ganga frá útvarpinu í bílinn og tók bilaða útvarpið og fór með það til Egilsstaða til viðgerðar. Það gekk ágætlega að laga framljósið en það var meira maus með rúðuna. Ég þurfti að fjarlægja innréttinguna af hurðinni og svo hófst greiningin á biluninni. Niðurstaðan; Ró og skífa höfðu losnað af bolta sem hélt rúðunni á hjóli sem sat í þar til gerðri armrennu sem tengdur er í rúðuhalarann. Ekki nóg með að róin og skífan höfðu losnað af heldur voru hvort tveggja horfin út í buskann.
Því næst fór ég í Byko til að fá nýtt sett en þar var mér tjáð að boltinn var of slitinn eftir juðið frá rúðunni og ekki var til nýr bolti því hann var sérsmíðaður og því best aðfara út í Bíley til að laga hann en þegar þangað var komið, voru menn á þeim bæ farnir í mat þannig að ég fór og fékk mér kaffi á skeljungi og sat þar í klukkutíma límdur yfir blöðunum.
Það tók þá aðeins fjórar mínútur að laga boltann og borgaði ég 50 krónur fyrir vinnuna, skífu og ró en ekki fékk ég reikning. Held ég að þetta hafi farið svart í kassann hjá þeim.
Það hlakkaði í mér þegar ég byrjaði að ganga frá þessu. Það yrði ákaflega gaman að segja pabba frá því að ég hefði lagað rúðuna og hann hefði orðið ánægður með strákinn.
Boltanum og hjólinu var smeygt í rúðugatið, skífunni var komið á og rófunni tyllt á boltaendann. Því næst var rétti toppurinn fundinn og tylltur á rónna og annar á boltann og hert að. Þetta voru spennandi augnablik og þægileg tilfinning að eftir nokkrar sekúndur yrði þessu verkefni lokið og ég gæti komið mér af stað í mjólkurbúðina og svo heim til þess að halda upp á daginn.
Það var í lokahnykknum sem eitthvað þurfti að fara úrskeiðis. Ég var að hugsa eitthvað á þessa leið; "Ætli þetta sé ekki nóg?". Ég fann háan smell. lítið högg small á vanga mínum og samstundis lokaði ég augunum og þegar ég opnaði þau, var eitthvað öðruvísi fyrir sjónum mínum. Rúðan var horfin með öllu og ég hélt á verkfærunum sem Halli hafði keypt fyrir nokkrum vikum í Byko. Rúðuskömmin hafði sprungið í loft upp og glerbrot út um allt. Upp á bílþakinu, á gólfinu, undir bílnum, inni í bílnum, í hálsmálinu á peysunni og í hárinu.
Ég held að tíminn hafi staðið kjur og fuglarnir hafi haldið í sér andanum og þegar á því stóð, vissi ég ekki hvernig ég átti að bregðast við. Sennilega var ég of hissa til þess að verða reiður en að minnsta kosti fannst ég mér hafa allan rétt til þess að fara heim í fýlu.
Ég sá fyrir mér að nú skildi ég þurfa að punga út peningum fyrir nýrri rúðu. And skot dans. Bíllinn þegar búinn að kosta mig sextíu grand.
Glerbrotunum tíu þúsund hafði verið sópað saman og komið langleiðina til vítis þegar Heimir, tæknimaður Securitas kom í hús og heilsaði upp á mig. Ég vissi að hann mundi bera upp spurninguna "Hvernig gengur?" sem hann líka gerði. Ég íhugaði að slengja sópnum milli fóta hans en það var óþarfi enda var ég ekki í svo vondu skapi þá stundina. Ég sagði honum hvernig mér gekk og það færðist ofurlítið bros yfir hann og hann sagði að ætti sennilega ekki eftir að hlæja að þessu þessa vikuna. Ég játti því og lofaði sjálfum mér því í hljóði.
Nú yrði gatinu að loka og hófst ég nú handa við að skera út papparúðu. Þar sem hurðin hefur ekki ramma utan um rúðuna, var ekki nóg að skera út plast og líma í ramman. Því skar ég út pappa nema það tók sinn tíma, enda erfitt að fá rétt form en það tókst eftir nokkur átök og vel valin orð. Svo var ég svo sniðugur að skera innan úr pappanum og setja plast í staðinn þannig að ég var kominn með plastrúðu. Til þess að nýja rúðan þyldi vætu, límdi ég með límbandi yfir allan flötinn.
Klukkan var að nálgast fimm þegar ég var loksins búinn að þessum afrekum og sló ég á þráðinn til Bjarna Gunnarssonar yfirhaus og bað hann um að koma við hjá mér og taka lykilinn því ég var ekki í nennunni til þess að henda honum upp í álver enda mundi vaktin skjóta á mig hve langan tíma þetta tók hjá mér og þá þyrfti ég að romsa út um mér allri þessari sögu.
Bjarni var fljótur á staðinn og spurði hvernig mér gekk og þegar ég sagði honum að það gengi allt bölvanlega, þá sagði hann, "Þetta gefur lífinu gildi". Þetta sagði hann skælbrosandi framan í mig. Það gæfi líka lífinu gildi ef ég biti hann í eyrað.
Það var kominn tími til að klára daginn og þusti ég út í Krónuna og verslaði fulla kerru af öllu því sem mig langaði til að hafa í matinn og gerði mig tilbúinn að borga kostinn romsaði afgreiðsludaman út úr sér með unglingsröddinni "Ekki heimild í hringiþjóni". Fólkið í röðinni fylgdist með. Auðvitað hugsaði það með sér að þessi ungi maður ætti ekki heimild á kortinu sínu en samt væri hann nýbúinn að fá útborgað. Ég fór tómhentur úr Krónunni og hélt áleiðis í mjólkurbúðina þar sem ég týndi til tvær kippur að Corona fyrir Hallann, tvær kippur Víking og fjórar kippur Guinness fyrir mig. Nú skildi hellt í munn.
Karlinn í Bíley brosti út í annað er hann sá ástandið á bílnum. "Áttu tíma..." sagði ég, "fyrir nýja rúðu?" bætti hann við. Hann upplýsti fyrir mig að nú eru allar rúður tryggðar, það er ekki lengur bara framrúðan en það er sama lygin sem gildir fyrir allar rúðurnar. Þannig að mér er sennilega borgið með rúðuna, en ég hef a.m.k. logið tvisvar sinnum áður. Það verður einkennilegt að ljúga að manni sem veit að ég sé að ljúga og manngreyið getur ekkert sagt. Alltaf sama sagan.
Ferðin yfir á Fáskrúðsfjörð gekk vel. Ég var næstum búinn að keyra út af þegar ég var að basla við að koma rúðunni í rétt far en vindurinn lék hana grátt. Ég var að hugsa um hvað ég ætti að segja við tryggingamanninn þegar hvítur Súsúkí Svift tók fram úr mér. Ég kenni honum um rúðubrotið og það gerðist á þeim stað þar sem Halli ók Renóinum sínum út af veginum. Það er betra að kunna söguna utan bókar.
Þar sem ég komst ekki með mat úr Krónunni, kom ég við í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Það opnaði fyrir mér dyrnar einhver maður og ég bara brosti framan í hann og sagði um leið og ég gekk inn "Hva, bara dyravörður á staðnum?!". Eftir að maðurinn sagði mér að vera snöggur að ná í það sem ég þyrfti, gerði ég mér grein fyrir að þarna var Kaupfélagsstjórinn á ferð og að búið væri að loka fyrir þó nokkuð mörgum mínútum. Ég sópaði í fang mitt, tveimur pökkum af sviðasultu og tveimur mögum af soðnum lifrarpylsum, lítra af undanrennu, harðfisk handa Róberti og léttmjólk fyrir Halla.
Heimkoman var eins ómerkileg og dagurinn hafði verið ömurlegur. Ég hámaði í mig sviðasultu sem gladdi örlítið mitt fúla skap og endanlega var það ískaldur bjórinn sem skolaði niður restinni af fýlunni. Ég kom mér þægilega fyrir í sófanum fyrir framan Nordmende sjónvarpið og fylgdist þar á meðal með Ljótu Betty í sínum raunum. Einkennilegt hve það er yndislegt að sjá, að það eru til fleiri en ég sem standa í hversdagslegum vandræðum.
Hilmir, Bílus Bilus.
Aldrei slíkt hafði ég lagt á ráðin varðandi daginn. Ég ætlaði að laga ýmsa hluti í bílnum, til að mynda framljósið og bílstjórarúðuna en hún er eitthvað laus.
Ég ók sambýlingnum mínum honum Halla í álverið og heilsaði upp á liðið. Svo tók ég lykilinn að Securitas aðstöðunni á Reyðarfirði og skellti mér á staðinn. Þegar þangað var komið tók Bjössi tæknó á móti mér og var spjallað um bíla og ýmislegt og hann bauðst til að ganga frá útvarpinu í bílinn og tók bilaða útvarpið og fór með það til Egilsstaða til viðgerðar. Það gekk ágætlega að laga framljósið en það var meira maus með rúðuna. Ég þurfti að fjarlægja innréttinguna af hurðinni og svo hófst greiningin á biluninni. Niðurstaðan; Ró og skífa höfðu losnað af bolta sem hélt rúðunni á hjóli sem sat í þar til gerðri armrennu sem tengdur er í rúðuhalarann. Ekki nóg með að róin og skífan höfðu losnað af heldur voru hvort tveggja horfin út í buskann.
Því næst fór ég í Byko til að fá nýtt sett en þar var mér tjáð að boltinn var of slitinn eftir juðið frá rúðunni og ekki var til nýr bolti því hann var sérsmíðaður og því best aðfara út í Bíley til að laga hann en þegar þangað var komið, voru menn á þeim bæ farnir í mat þannig að ég fór og fékk mér kaffi á skeljungi og sat þar í klukkutíma límdur yfir blöðunum.
Það tók þá aðeins fjórar mínútur að laga boltann og borgaði ég 50 krónur fyrir vinnuna, skífu og ró en ekki fékk ég reikning. Held ég að þetta hafi farið svart í kassann hjá þeim.
Það hlakkaði í mér þegar ég byrjaði að ganga frá þessu. Það yrði ákaflega gaman að segja pabba frá því að ég hefði lagað rúðuna og hann hefði orðið ánægður með strákinn.
Boltanum og hjólinu var smeygt í rúðugatið, skífunni var komið á og rófunni tyllt á boltaendann. Því næst var rétti toppurinn fundinn og tylltur á rónna og annar á boltann og hert að. Þetta voru spennandi augnablik og þægileg tilfinning að eftir nokkrar sekúndur yrði þessu verkefni lokið og ég gæti komið mér af stað í mjólkurbúðina og svo heim til þess að halda upp á daginn.
Það var í lokahnykknum sem eitthvað þurfti að fara úrskeiðis. Ég var að hugsa eitthvað á þessa leið; "Ætli þetta sé ekki nóg?". Ég fann háan smell. lítið högg small á vanga mínum og samstundis lokaði ég augunum og þegar ég opnaði þau, var eitthvað öðruvísi fyrir sjónum mínum. Rúðan var horfin með öllu og ég hélt á verkfærunum sem Halli hafði keypt fyrir nokkrum vikum í Byko. Rúðuskömmin hafði sprungið í loft upp og glerbrot út um allt. Upp á bílþakinu, á gólfinu, undir bílnum, inni í bílnum, í hálsmálinu á peysunni og í hárinu.
Ég held að tíminn hafi staðið kjur og fuglarnir hafi haldið í sér andanum og þegar á því stóð, vissi ég ekki hvernig ég átti að bregðast við. Sennilega var ég of hissa til þess að verða reiður en að minnsta kosti fannst ég mér hafa allan rétt til þess að fara heim í fýlu.
Ég sá fyrir mér að nú skildi ég þurfa að punga út peningum fyrir nýrri rúðu. And skot dans. Bíllinn þegar búinn að kosta mig sextíu grand.
Glerbrotunum tíu þúsund hafði verið sópað saman og komið langleiðina til vítis þegar Heimir, tæknimaður Securitas kom í hús og heilsaði upp á mig. Ég vissi að hann mundi bera upp spurninguna "Hvernig gengur?" sem hann líka gerði. Ég íhugaði að slengja sópnum milli fóta hans en það var óþarfi enda var ég ekki í svo vondu skapi þá stundina. Ég sagði honum hvernig mér gekk og það færðist ofurlítið bros yfir hann og hann sagði að ætti sennilega ekki eftir að hlæja að þessu þessa vikuna. Ég játti því og lofaði sjálfum mér því í hljóði.
Nú yrði gatinu að loka og hófst ég nú handa við að skera út papparúðu. Þar sem hurðin hefur ekki ramma utan um rúðuna, var ekki nóg að skera út plast og líma í ramman. Því skar ég út pappa nema það tók sinn tíma, enda erfitt að fá rétt form en það tókst eftir nokkur átök og vel valin orð. Svo var ég svo sniðugur að skera innan úr pappanum og setja plast í staðinn þannig að ég var kominn með plastrúðu. Til þess að nýja rúðan þyldi vætu, límdi ég með límbandi yfir allan flötinn.
Klukkan var að nálgast fimm þegar ég var loksins búinn að þessum afrekum og sló ég á þráðinn til Bjarna Gunnarssonar yfirhaus og bað hann um að koma við hjá mér og taka lykilinn því ég var ekki í nennunni til þess að henda honum upp í álver enda mundi vaktin skjóta á mig hve langan tíma þetta tók hjá mér og þá þyrfti ég að romsa út um mér allri þessari sögu.
Bjarni var fljótur á staðinn og spurði hvernig mér gekk og þegar ég sagði honum að það gengi allt bölvanlega, þá sagði hann, "Þetta gefur lífinu gildi". Þetta sagði hann skælbrosandi framan í mig. Það gæfi líka lífinu gildi ef ég biti hann í eyrað.
Það var kominn tími til að klára daginn og þusti ég út í Krónuna og verslaði fulla kerru af öllu því sem mig langaði til að hafa í matinn og gerði mig tilbúinn að borga kostinn romsaði afgreiðsludaman út úr sér með unglingsröddinni "Ekki heimild í hringiþjóni". Fólkið í röðinni fylgdist með. Auðvitað hugsaði það með sér að þessi ungi maður ætti ekki heimild á kortinu sínu en samt væri hann nýbúinn að fá útborgað. Ég fór tómhentur úr Krónunni og hélt áleiðis í mjólkurbúðina þar sem ég týndi til tvær kippur að Corona fyrir Hallann, tvær kippur Víking og fjórar kippur Guinness fyrir mig. Nú skildi hellt í munn.
Karlinn í Bíley brosti út í annað er hann sá ástandið á bílnum. "Áttu tíma..." sagði ég, "fyrir nýja rúðu?" bætti hann við. Hann upplýsti fyrir mig að nú eru allar rúður tryggðar, það er ekki lengur bara framrúðan en það er sama lygin sem gildir fyrir allar rúðurnar. Þannig að mér er sennilega borgið með rúðuna, en ég hef a.m.k. logið tvisvar sinnum áður. Það verður einkennilegt að ljúga að manni sem veit að ég sé að ljúga og manngreyið getur ekkert sagt. Alltaf sama sagan.
Ferðin yfir á Fáskrúðsfjörð gekk vel. Ég var næstum búinn að keyra út af þegar ég var að basla við að koma rúðunni í rétt far en vindurinn lék hana grátt. Ég var að hugsa um hvað ég ætti að segja við tryggingamanninn þegar hvítur Súsúkí Svift tók fram úr mér. Ég kenni honum um rúðubrotið og það gerðist á þeim stað þar sem Halli ók Renóinum sínum út af veginum. Það er betra að kunna söguna utan bókar.
Þar sem ég komst ekki með mat úr Krónunni, kom ég við í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Það opnaði fyrir mér dyrnar einhver maður og ég bara brosti framan í hann og sagði um leið og ég gekk inn "Hva, bara dyravörður á staðnum?!". Eftir að maðurinn sagði mér að vera snöggur að ná í það sem ég þyrfti, gerði ég mér grein fyrir að þarna var Kaupfélagsstjórinn á ferð og að búið væri að loka fyrir þó nokkuð mörgum mínútum. Ég sópaði í fang mitt, tveimur pökkum af sviðasultu og tveimur mögum af soðnum lifrarpylsum, lítra af undanrennu, harðfisk handa Róberti og léttmjólk fyrir Halla.
Heimkoman var eins ómerkileg og dagurinn hafði verið ömurlegur. Ég hámaði í mig sviðasultu sem gladdi örlítið mitt fúla skap og endanlega var það ískaldur bjórinn sem skolaði niður restinni af fýlunni. Ég kom mér þægilega fyrir í sófanum fyrir framan Nordmende sjónvarpið og fylgdist þar á meðal með Ljótu Betty í sínum raunum. Einkennilegt hve það er yndislegt að sjá, að það eru til fleiri en ég sem standa í hversdagslegum vandræðum.
Hilmir, Bílus Bilus.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)