25.10.2008 | 18:08
Geðveikt
Alveg frábært! Súber Úber Spútnik lið ársins með öllu stóru. Ég rétt vona að þeir nái að halda svona löguðu áfram. Ég leifði mér að halda með Stoke City og geri enn og held hér með líka með Hull. Fínt að sjá ferskt blóð meðal toppanna og frábært að sjá Manchester United á svona óvenjulegum stað, reyndar í fimmta sæti. Jæja þá, niður með Manchester United.
Ævintýri Hull heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ekki bara að mér líki ekki við heldur barasta hrienlega hata skumsarana. júnætid sko.
en haltu bara með stók. ekki málið.
en ef þú vilt sjá ljósið þá heldurðu með leeds. okkar tími mun koma.
arnar valgeirsson, 25.10.2008 kl. 19:39
Vinur minn hann Fúsi er gallbautur Leedsari og haugfullur af þungum þönkum ónýtum kassagíturum.
Hann er hérna á bloggablogginu undir kallinu Lord Bastard þó hann sé það ekki.
Hilmir Arnarson, 25.10.2008 kl. 19:56
Manchester United þeir eru bestir og mest öfundaðir og líka hataðir þess vegna eru þeir bestir.
Guðjón H Finnbogason, 25.10.2008 kl. 22:26
uss uss og svei svei, þar fór frændsemin og þó, neinei. Er farinn að sofa úr mér flensuna.
Hilmir Arnarson, 27.10.2008 kl. 23:26
Jæja, þá er ég búinn að ná mér af flensunni.
Sko, ég þoli ekki Manchester United vegna þess að aðdáendur liðsins virðast vera með öllu einhverfir því þeir hamra alltaf á því að liðið þeirra sé best. Ég verð að viðurkenna að slíkar samræður fara í pirrurnar á mér, að fólk skuli ekki geta talað um knattspyrnu án þess að koma með yfirlýsingu sem drepur allar umræður.
Ég verð að viðurkenna að ég varð að ræða þetta mál við félaga minn, LordBastard áður en ég hripaði þessi orð á skjáinn og hann kom með þessa útskýringu sem ég samsynti.
Ég vil engan móðga en svona virðist þetta vera. Sindri bróðir minn talar svona en hann fær líka að heyra það þegar liðið hans tapar
Hilmir Arnarson, 7.11.2008 kl. 01:20
Það kom að því. Stórliðin Arsenal og Manchester United áttust við í dag og Arsenal hafði betur, 2-1. Ég fagnaði þessu af öllu hjarta og sendi bróður mínum, Sindra smáskilaboð úr símanum en hef ekki fengið svar og nú eru liðnir um 9 klukkustundir síðan.
Hilmir Arnarson, 8.11.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.