Færsluflokkur: Dægurmál
11.10.2008 | 21:21
Færeyingar flottir
...en voru það samt ekki Austurríkismenn sem náði jafntefli? Bogi Lokin kom Færeyingum yfir á 47. mínútu en svo náðu Austurríkismenn að jafna. Þess vegna sýnist mér að það hafi verið Austurríkismenn sem náðu jafntefli. Capische?
Færeyingar náðu stigi gegn Austurríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2008 | 17:37
Hilmir skrifaði á blogg sitt
Hilmir skrifaði á bloggið sitt rétt áðan í von um að einhver læsi það og legði svo orð í belg en hann hefur verið hvattur eindregið af vinum og vinnufélögum um að tjá sig um lífið og tilveruna þar sem fjölmargir sem hann þekkja og þekkja ekki lesa stundum bloggið hans. Undanfarna mánuði hefur Hilmir lofað að henda inn pistli en ekki staðið við það loforð þar til nú.
Ásdís Rán skrifaði á blogg sitt í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.6.2008 | 17:52
12 Milljónir
Milljónir býflugna sluppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 13:47
Gerandinn enn sekur
Það virðist algengt að dýr glatist en vonadi komast flest til bjargar. Í janúar s.l. fann ég svartan kettling, ca 3ja - 4ra mánaða gamlan. Hann kom til okkar í Álverið á Reyðarfirði, hann rambaði beint inn um aðalinnganginn og heilsaði upp á okkur á síðasta dag jóla. Þarna var þá kominn jólakötturinn.
Það var tekið vel á móti þessum óvænta gesti og honum færðar veigar. Léttmjólk. Hann virtist gæfur og forvitinn og vildi komast inn á álverslóð en var meinaður aðgangur enda ekki með þar skild leyfi.
Við furðuðum okkur á því hvernig hann hefði komist til okkar frá byggð en Eskifjörður og Reyðarfjörður eru í um 5km frá álverinu. Ekki drakk hann mikið af mjólkinni og svo ilmaði hann af sjampói eða heimilislikt. Svona ungur köttur gat ekki farið svona langt í þessum kulda og ef hann hefði getað það þá hefði hann klárað heilan líter af mjólk og ástandið á honum sennilega sennilega verið slæmt en hann var vel á sig kominn. Við gerðum okkur grein fyrir því að kettlingurinn hefði komið hingað á bíl þó hann væri ekki með bíllykil á sér en sennilega hefur einhver ekið honum hingað og e.t.v. hleypt honum út eða þá að einhver hafi verið á leiðinni í vinnuna og hann sloppið inn í bílinn og svo út úr honum við álverið en mér finnst það langsótt.
Auglýst var eftir eiganda kattarins í álverinu og annarsstaðar og á meðan var kettinum komið í fóstur hjá Toffy(sem bloggar hér á mbl) en ekki kom eigandinn í leitirnar og því tók ég hann í fóstur og er hann hér enn.
Dýralæknirinn á Egilsstöðum segir hann hafa fæðst í ágúst s.l. þannig að hann er orðinn tíu mánaða. Ég hef gefið honum nafnið Róbert sem mér finnst svo bangsalegt nafn en margir muna eftir Róberti bangsa og svo bangsanum sem fannst á Paddington járnbrautastöðinni og svo kemur þessi bangsalegi kettlingur Í aðalbyggingu Farðaáls Því fannst mér ágætt að kalla hann Róbert.
Ég var dauðhræddur um að ég væri að taka að mér eitthvað óargardýr. Sum dýr eru bara alls ekki andlega heilbrigð en það kom á daginn að Róbert er heilbrigður. Ég ákvað strax að veita honum eins mikla alúð og ég gat. Ég ataðist aldrei í honum og veitti honum eins mikla athygli og ég gat og dýralæknirinn dáðist að sjálfsöryggi hans þegar hann kom inn til fyrstu skoðunar.
Róbert hefur það gott. Hann á flest það sem góður köttur á að eiga. Klórutré og greiður, fyrirmyndar salerni og úrval af kattarmat og dobíu af leikföngum og gestir færa honum gjafir við heimsóknir, allt frá reyktum eðal túnfisk til sogröra. Honum finnst gaman að fara í bíltúr og leikur sér úti þegar vel viðrar. Hann hefur stækkað og hefur náð þyngd á við bjarndýr, eða svona hér um bil. Hann er búinn að fara í örmerkingu og hefur fengið klippingu að neðan og orðin löglegur köttur í bænum.
Það eru ekki öll dýr sem lenda í raunum þegar þeirra er ekki vel vænst á heimilum, sem betur fer en þarna hefði getað farið verr. Hann hefði getað orðið úti, soltið og frosið til bana, en Guðirnir virðast vaka yfir þessum dýrum eins og Lúkasi, Unni og Róberti. Sjálfsagt eru til fleiri sögur sem enda vel en auðvitað aðrar sem enda jafn sorglega.
Köttur settist undir stýri og ók út í mýri.
Eigandinn saklaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2008 | 10:36
FÝLUPÚKI
Við Halli fórum í sjoppuna. Ég pantaði mér eina pulsu með öllu nema hráum og Pepsí með. Eftir sex mínútur var ég orðinn dálítið leiður yfir því að pulsan skyldi ekki vera tilbúin en auðvitað kom hún en þá fékk ég tvær. Eitthvað var frúin verið að flækja málin fyrir sér. Ég ákvað að gera ekki mikið mál út af þessu og borgaði allt. Tvær pylsur og tvær Pepsí í gleri, önnur opin. Halli varð eftir í sjoppunni.
Ég ætlaði varla að getað sest inn í bílinn og hvað þá að geta lagt allt góssið frá mér en eftir smá hugsun og basl gekk það eftir en var allur kámaður í remúlaði. Þegar þarna var komið, var mér farið að hitna í hamsi eftir viðskiptin og brasið við að komast inn í bílinn. Svo var ekið af stað með pulsuna í kjaftinum og remúlaði á fingrunum. Ég gat ekki lagt pulsuna frá mér því ekki vildi ég fá remúlaði í sætið og nákvæmlega það gerði mig enn meira fúlan. Sem betur fer er bíllinn sjálfskiptur. Gremjan óx í hvert skipti er ég tuggði pulsuna sem var með hráum lauk en ekki steiktum eins og ég hafði beðið um og ekki gat ég teygt mig eftir Pepsíinu án þess að eiga hættu á því að missa stjórn á bílnum. Ég fann að ég hitnaði allur í framan og það kom að því að ég sprakk og öskraði eins og ljón með sebrahest í kjaftinum, nema ég var með pulsu og remúlaði í kjaftinum.
Ég dauðskammaðist mín í nokkrar sekúndur en viðurkenndi að það var ákveðin fullnæging í þessari happening. Þetta var svona smá andleg hreinsun.
Ég svolgraði í mig Pepsíinu og byrjaði á seinni pulsunni sem var enn meir klístruð. Gremjjan byrjaði aftur að ólga. Ég var orðinn seinni í vinnuna en ég ætlaði mér og ég tók eftir því að leifar af fyrri pulsunni og remúlaðinu hafði frussast á stýrið, mælaborðið og gírstöngina þegar ég gargaði áður. Nokkur viðeigandi orð hljómuðu um bílinn og nágrenið.
Þunglyndið og fýlan var yfirþyrmandi þegar ég kom í hlaðið. Toffy vinnufélagi minn hafði ætlað að koma með eitthvað gott, bakkesli eða annað því hún átti afmæli. Mærin orðin 25 ára. Ég skammaðist mín dálítið fyrir að hafa etið á mig gat en ég varð að taka afleiðingunum eins og karlmanni sæmir.
Lena, Mófi og Sindri hinir vinnufélagarnir voru úti að viðra börnin. Ég heilsaði upp á þau og klappaði hundunum sem sprikluðu út um allt með rófuna á fullu. Þessi dýr eru svo saklaus. Það er varla að þau viti hvað andleg fýla er eða hvaða tilgangi hún þjónar. Þessi stórfjölskylda var kvödd og áður enn ég vissi, var fýlan úr mér horfin en belgurinn á mér var samt út þaninn.
Sem betur fer var afmælisveisla Toffyar síðbúin og pulsan og remúlaðið komið góða leið um meltingarveginn. Toffy bauð okkur Gunnza upp á dýrindis skúffuköku, nýmjólk og góða skapið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)